Skip to content

Vordagar – skólaslit

Á skóladagatali eru vordagar merktir sem skertir dagar þ.e. að nemendur eru ekki fullan skóladag. Í ár hefjast vordagar kl. 9:00 og standa til 12:00. Nemendur taka með sér nesti en eru ekki í hádegismat. Kennarar munu senda út frekara skipulag fyrir vordagana í föstudagspósti, einhverjir hópar gætu orðið lengur en til 12:00. Kennarar láta foreldra vita í þeim tilvikum.Á vordögum er hádegishressing fyrir þá nemendur sem eru skráðir í frístund. Frísundin tekur við nemendum strax kl. 12:00.

Athugið að frístundin er lokuð 6. og 7. júní.

 Skólaslit

5. júní – 10. bekkur í Safnaðarheimili Grensáskirkju kl. 17:00.

7. júní

Hvassaleiti:  1.- 6. bekkur kl. 10:00 í bekkjastofum.  7. bekkur kl. 11:00 í tónmenntastofu.

Álftamýri:  1.- 6. bekkur kl. 9:00 í bekkjastofum.  8.-9. bekkur kl. 10:00 í bekkjastofum.  7. bekkur kl. 11:00 á sal.