Skip to content

Upplýsingar um skólasetningu í Hvassaleiti

Skólasetning og haustkynningar fyrir foreldra nemenda í 2.-7. bekk verða  22. ágúst klukkan 10:00 til 11:30.

Skólasetning hefst á íþróttasal. Umsjónakennarar kalla nemendur og foreldra inn í stofur, fara yfir mikilvægar upplýsingar til nemenda en halda svo áfram með foreldrum og kynna vetrarstarfið. Á meðan fara nemendur með sérgreinakennurum og öðru starfsfólki í leiki á skólalóð.

Kennsla í 2.-7. bekk hefst skv. stundarskrá föstudaginn 23. ágúst

Foreldrar/forráðamenn og nemendur í 1. bekk verða boðaðir til viðtals við umsjónarkennara fimmtudaginn 22. ágúst og föstudaginn 23. ágúst.

Kennsla í 1. bekk hefst skv. stundaskrá mánudaginn 26. ágúst.