Nemendur með annað móðurmál en íslensku – Íslenska sem annað mál

Í Háaleitisskóla er rúmlega 20% nemenda af erlendum uppruna og a.m.k. 15% nemenda hafa annað móðurmál en íslensku. Nemendur skólans tala a.m.k.19 mismunandi tungumál.

Í skólanum er leitast við að styðja börn af erlendum uppruna við að aðlagast nemendahópnum og tileinka sér góða færni í íslensku máli. Í Móttökuáætlun Háaleitisskóla er gerð sérstök grein fyrir móttöku nemenda af erlendum uppruna, samskiptum skólans við foreldra þeirra og aðkomu Foreldrafélags skólansað fræðslu og þátttöku foreldra þeirra í foreldrastarfi í skólanum.

Nemendum af erlendum uppruna og foreldrum þeirra stendur til boða að nýta þjónustu túlks í viðtölum við starfsmenn skólans. Óskir um túlkaþjónustu þurfa að berast til aðstoðarskólastjóraog /eða umsjónarkennara

speglun2

Prenta | Netfang

© Háaleitisskóli | Álftamýri 79 Sími: 5708100 | Hvassaleiti v/Stóragerði Sími: 5708800 | This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.