Stoðþjónusta

Í Háaleitisskóla er leitast við að skapa aðstæður sem stuðla að vellíðan nemenda. Leitað er leiða til að gera öllum nemendum mögulegt að stunda nám með sínum nemendahópi og eiga góð samskipti við aðra. Starfað er samkvæmt hugmyndum um skóla án aðgreiningar, í samræmi við Stefnu skóla og frístundaráðs Reykjavíkurborgar frá 2012 .

Starfsmenn skólans og foreldrar nemenda vinna saman að því að leita úrræða fyrir nemendur sem þörf hafa fyrir sérstakan stuðning eða sérúrræði hvort sem erfiðleikar þeirra tengjast námi eða félagslegum samskiptum. Einnig er úrræða leitað í samstarfi við starfsmenn Heilsugæslunnar og Þjónustumiðstöðvar Laugardals- og Háaleitishverfis t.d. sálfræðing, unglingaráðgjafa, félagsráðgjafa.

Umsjónarkennarar, foreldrar eða aðrir vísa málum einstakra nemenda eða nemendahópa skriflega til nemendaverndarráðs  til að leita eftir sérstökum stuðningi, samvinnu eða ráðgjöf vegna vanda þeirra. Tilvísunarblað er hægt að nálgast á skrifstofu skólans. 

Prenta | Netfang

© Háaleitisskóli | Álftamýri 79 Sími: 5708100 | Hvassaleiti v/Stóragerði Sími: 5708800 | This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.