Skólaslit

Miðvikudaginn 7. júní verða skólaslit hjá 1. – 9. bekk

  • Kl. 10:00  verða skólaslit í 1. -6. bekk.  Nemendur mæta í sína heimastofu og taka við einkunnum sínum. 
  • Kl. 11:00 verða skólaslit hjá 7. bekk og fara þau fram á sal.  Foreldrar koma með veitingar og skólinn kaupir köku
  • Kl. 11:00 verða skólaslit hjá 8. og 9. bekk  í heimastofum  

Prenta | Netfang

Hvatningarverðlaunum skóla- og frístundaráðs

Andrea Ósk Óttharsdóttir 9. BÓ hlaut hvatningarverðlaunum skóla- og frístundaráðs. Í umsögn um Andreu segir að hún hafi í gegnum skólagönguna sýnt einstaka færni í félagslegum samskiptum. Hún sé næm á umhverfi sitt og aðstæður og fljót að átta sig á líðan samnemenda og starfsfólks. Hún er jákvæð og hjálpsöm og dugleg að finna lausnir á ýmsum vandamálum sem upp koma í daglegu skólalífi. Hún hefur boðið sig fram við móttöku nýrra nemenda og aðstoðað þá í gegnum fyrstu dagana. Andrea Ósk hefur tekið virkan þátt í félagslífi skólans og staðið sig með sóma. Við hvetjum Andreu Ósk til að hlúa að þessari einstöku félagsfærni í framtíðinni. 
Innilegar hamingjuóskir 

Prenta | Netfang

Vertu með í að móta nýja menntastefnu

Ný menntastefna fyrir Reykjavíkurborg fram til ársins 2030 er í mótun. Útgangspunktur hennar er barnið sjálft.  Leitað er eftir samráði og þátttöku allra borgarbúa við gerð stefnunnar. Leitast verður við að ná fram skoðunum borgarbúa á því hvaða færni 18 ára einstaklingar eiga að hafa öðlast fyrir tilstuðlan skóla- og frístundastarfsins á árinu 2030.  Sjá nánar hér

Prenta | Netfang

Fleiri greinar...

© Háaleitisskóli | Álftamýri 79 Sími: 5708100 | Hvassaleiti v/Stóragerði Sími: 5708800 | This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.