13 ágú'19

Upplýsingar um skólasetningu í Hvassaleiti

Skólasetning og haustkynningar fyrir foreldra nemenda í 2.-7. bekk verða  22. ágúst klukkan 10:00 til 11:30. Skólasetning hefst á íþróttasal. Umsjónakennarar kalla nemendur og foreldra inn í stofur, fara yfir mikilvægar upplýsingar til nemenda en halda svo áfram með foreldrum og kynna vetrarstarfið. Á meðan fara nemendur með sérgreinakennurum og öðru starfsfólki í leiki á…

Nánar
10 ágú'19

Upplýsingar um skólasetningu í Álftamýri

Móttaka nýrra nemenda (fyrir utan 1. bekk) verður miðvikudaginn 21. ágúst kl. 11. Skólasetningar og haustkynningar fyrir foreldra  verða þann 22. ágúst. Unglingastig (8.-10. bekkur) kl. 9:00-10:00 Yngstastig (2.-4. bekkur) kl. 10:00-11:30 Miðstig (5.-7. bekkur) kl. 12:00-13:30 Skólasetning hefst á sal.

Nánar
06 jún'19

Útskrift í 10. bekk

Í gær 5. júní útskrifuðum við okkar frábæra 10. bekk. Við erum stolt af þessum flottu nemendum og óskum þeim alls hins besta í framtíðinni. Hér eru nokkrar myndir frá útskriftinni.

Nánar
05 jún'19

Vordagar – skólaslit

Á skóladagatali eru vordagar merktir sem skertir dagar þ.e. að nemendur eru ekki fullan skóladag. Í ár hefjast vordagar kl. 9:00 og standa til 12:00. Nemendur taka með sér nesti en eru ekki í hádegismat. Kennarar munu senda út frekara skipulag fyrir vordagana í föstudagspósti, einhverjir hópar gætu orðið lengur en til 12:00. Kennarar láta…

Nánar
29 maí'19

Nemendaverðlaun skóla og frístundaráðs

Þann 28. maí 2019 tók Hera Karín Hallbjörnsdóttir 10. L við nemendaverðlaunum skóla og frístundaráðs Reykjavíkur. Hún var tilnefnd af kennurum unglingadeildar Háaleitisskóla vegna góðra framfara í námi, dugnaðar og þrautseigju svo og þátttöku hennar í félagsstarfi skólans. Við óskum Heru Karínu innilega til hamingju

Nánar
09 maí'19

Væntanlegir 1. bekkingar og foreldrar þeirra!

Fimmtudaginn 16. maí næstkomandi boðum við til fundar með foreldrum barna sem koma í 1. bekk næsta haust.  Börnin fá að hitta væntanlega kennara sína og foreldrar og stjórnendur munu eiga saman spjall á sal skólans.  Fundurinn hefst klukkan 14:00 og stendur í um það bil klukkustund. Það verður fundur á báðum starfsstöðvum.

Nánar
02 maí'19

Lokaverkefni og námsmat í 10. bekk

Námsmat verður í 10. bekk, dagana 6. – 10. maí.   Mánudaginn 13. maí hefst vinna við lokaverkefni þeirra. Yfirskrift þess er “ Áratugurinn 1980 – 1990″ Þá munu nemendur vinna litlum hópum að mismunandi verkefnum sem tengjast þessum áratug. Afraksturinn verður síðan kynntur foreldrum og nemendum 4. júní  n.k.   Hér má sjá hluta af verkefnum…

Nánar