Foreldrar

Fræðslufundur / Information evening / thông tin / Informacja / impormasyon / información 4.02.2016

Kalakip dito ang bersyong nakasalin sa wikang Filipino  - Se adjunta versión en español. - Kèm theo đây là bản dịch tiếng Việt. - Załączono wersję w języku polskim 
Fræðslufundur fyrir foreldra af erlendum uppruna verður haldinn í hátíðarsal Breiðagerðisskóla þann 4. febrúar 2016 kl 19:30. Erindin verða haldin á íslensku og túlkar verða á staðnum fyrir þá sem þurfa.
Dagskrá:

 1. Hlutverk skólaforeldra og samvinna heimila og skóla, Bryndís Jónsdóttir, framkvæmdasjtóri SAMFOK, samtaka foreldra grunnskólabarna í Reykjavík
 2. Hlutverk skólans og samstarf við foreldra, Guðlaug Ólafsdóttir, aðstoðaskólastjóri Breiðagerðisskóla
 3. Móðurmál í heimilum og skólum og virkt tvítyngi, Renata Emilsson Peskova, formaður Móðurmáls – samtaka um tvítyngi
 4. Umræður – sjónarhorn og þarfir foreldra

Athugið að nauðsynlegt er að skrá sig á fundinn svo hægt sé að panta túlka.  Skráning: https://docs.google.com/forms/d/1OkRTfKSemXKwJWxZM_H1MO5mOpjLH_87HsxkOZ2ESkM/viewform?c=0&w=1
Fræðslufundurinn er samstarfsverkefni Breiðagerðisskóla, Fossvogsskóla og Háaleitisskóla.  Verkefnið er styrkt af Þjónustumiðstöð Laugardals, Háaleitis og Bústaða. Fyrirspurnum má beina til Renötu Emilsson Peskova með tölvupósti This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.  eða í síma 864 9224.

Fyrirlestur: Tölum saman!

Mánudagskvöldið 5. maí fór fram fyrirlestur sem bar yfirskriftina Tölum saman – samskipti foreldra og unglinga um kynlíf. Þokkaleg mæting var á fyrirlesturinn. Fyrirlesararnir voru Dagbjört Ásbjörnsdóttir, Guðbjörg Edda Hermannsdóttir og Sigurlaug Hauksdóttir. Þær ræddu um kynhegðun unglinga, gáfu tölulegar upplýsingar um þunganir unglinsstúlkna og tíðni kynsjúkdóma og ræddu um hlutverk foreldra í kynfræðslu unglinga. Að því loknu voru foreldrum og unglingum skipt í tvo hópa. Hjá foreldrum var fjallað um hvaða leiðir hægt var að fara til að nálgast unglinga um þetta brýna málefni og hvað sé mikilvægt að ræða um. Meðal unglinga var rætt um beina og óbeina kynfræðslu í nútíma samfélagi og mikilvægi foreldra í þessu sambandi. Síðan komu unglingarnir og foreldrar saman og ræddu opinskátt um þær spurningar sem ræddar voru í hópunum. Þetta var fræðandi fyrirlestur og umræður voru uppbyggilegar og áhugaverðar.

Gunnar Alexander Ólafsson og Valgerður Solveig Pálsdóttir

 

Aðalfundur

Aðalfundur foreldrafélagsins fer fram mánudaginn 30. september kl. 20 í Háaleitisskóla (starfstöð Álftamýri).

Dagskrá:

 1. Skýrsla stjórnar
 2. Skýrsla fulltrúa foreldra í skólaráði
 3. Skýrslur nefnda
 4. Reikningar félagsins
 5. Kosning formanns og stjórnarmanna
 6. Kosning tveggja skoðunarmanna
 7. Kosning fulltrúa í skólaráð, sbr. 8. gr. starfsreglna þessara og 2. mgr. 9. gr. grunnskólalaga nr. 91/2008 og c-lið 1. mgr. 3. gr. reglugerðar um skólaráð við grunnskóla nr. 1157/2008.
 8. Tillögur að starfsáætlun fyrir næsta ár
 9. Ákvörðun félagsgjalda
 10. Önnur mál 

Það barst eitt framboð í skólaráð, frá Kristínu Ernu Arnardóttur. Hún sat í skólaráði Hvassaleitisskóla 2009-2010. Ástæður fyrir framboði hennar eru þrjár: Hún hefur brennandi áhuga á skólamálum og trú á að það megi færa grunnskólann nær því sem er að gerast í samfélaginu í dag. Með öðrum orðum færa hann til nútímans.   Hún hefur rúman tíma til að sinna þessu starfi og leggur áherslu á að nýr skólastjóri kemur með ferskan andblæ og er opin fyrir þróun og breytingum sem hún vildi gjarnan taka þátt í.

Ég vil hvetja sem flesta foreldra að mæta á aðalfundinn.

kv.

Gunnar Alexander Ólafsson formaður Foreldrafélagsins

 

Nemendur og foreldrar sóttu jólatré


Það ríkti gleði meðal 6 ára nemenda skólans þegar þeir ásamt foreldrum sínum lögðu land undir fót í þeim tilgangi að útvega skólanum sínum tvö jólatré. Það heppnaðist með miklum ágætum. Trén fundust í landi Skógræktarfélags Mosfellsbæjar. Góð þátttaka var í ferðinni og í lok hennar settust allir niður og gæddu sér á rjúkandi kakói og gómsætum kökum.

Sjá hér myndir

 

Jólaföndur

Jólaföndur í Háaleitisskóla
Laugardaginn 1. des. stóð foreldrafélag skólans fyrir jólaföndri. Föndrað var á báðum starfstöðvum, laufabrauð skorið, brjóstsykursgerð og margt fleira. Lúðrasveit kom og spilaði og unglingarnir voru með kaffisölu. Eins og oft segja myndir meira en mörg orð

 

Fjáröflunarbingó 7. bekkjar

7. bekkur hélt fjáröflunarbingó fyrir Reykjaferðina sína 1. nóvember, öllum skólanum var boðið og fjölmennt var á sal skólans í Álftamýrinni, rafmagnað andrúmsloft og mikill spenningur, þar sem fjöldi glæsilegra vinninga komu í hlut heppinna bingóspilara, í hléi gæddu gestir sér á pizzu og drykk.

7. bekkur þakkar öllum kærlega fyrir stuðninginn !!

Sjá hér myndir

Prenta | Netfang

© Háaleitisskóli | Álftamýri 79 Sími: 5708100 | Hvassaleiti v/Stóragerði Sími: 5708800 | This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.