Skip to content

6. bekkur plastverkefni

Síðastliðnar vikur hafa 6. bekkirnir unnið að spennandi verkefni um umhverfismál og þá aðallega plastnotkun, en hugmyndin að verkefninu kviknaði út frá áhuga nemenda á umhverfisátakinu plastlausum september. Verkefnið hefur verið einkar fjölþætt og fengu nemendur til að mynda að semja umhverfisljóð og skreyta fjölnota taupoka sem vonandi koma í staðinn fyrir einnota plastpoka. Verkefninu lauk nú í vikunni með plastkynningum þar sem nemendur 6. bekkjanna fóru inn í alla bekki skólans og kynntu verkefni sín fyrir samnemendum. Myndirnar má sjá hér.