Grænfáninn

Miðvikudaginn 22. apríl, fékk Háaleitisskóli í Reykjavík afhentan Grænfánann frá fulltrúa Landverndar, Katrínu Magnúsdóttur. Þar með bætist skólinn í hóp margra leik-, grunn- og framhaldsskóla sem þegar hafa flaggað fánanum og um leið tekið skref að bættri umhverfisvitund. Háaleitisskóli er skóli með um 470 nemendur með starfsemi á tveimur starfsstöðvum, í Álftamýri og í Hvassaleiti. Báðar starfsstöðvar flagga því stoltar Grænfánanum á Degi jarðarinnar. Myndir

******************************

Upphafið

Háaleitisskóli stefnir að því að fá Grænfánann. Til þess þarf skólinn að taka sjö skref til bættrar umhverfisstjórnunar.

1. Umhverfisnefnd. Umhverfisnefnd starfar við skólann og skipuleggur og stýrir verkefninu. Í nefndinni sitja fulltrúar nemenda, kennara, ræstingafólks, umsjónarfólks, foreldra og stjórnenda skólans. Nefndin á að starfa samkvæmt lýðræðislegum leikreglum og nemendur eiga að hafa þar mikið vægi. Mikilvægt er að nefndin haldi reglulega fundi, þar séu skráðar fundargerðir og séð til þess að nemendum sé leiðbeint um hlutverk sitt sem fulltrúar samnemenda sinna við stjórnun skólans hvað umhverfisstefnu varðar. Þannig gegnir umhverfisnefndin mikilvægu hlutverki í kennslu í lýðræðislegum vinnubrögðum og lífsleikni. 

2. Mat á stöðu umhverfismála. Meta skal stöðu umhverfismála í skólanum t.d. með aðstoð sérstaks gátlista. Matið á að ná til fjölmargra þátta. Nauðsynlegt er að sem flestir nemendur taki þátt matinu. 

3. Áætlun um aðgerðir og markmið. Þær upplýsingar sem matið veitir eru notaðar til að gera áætlun um markmið og aðgerðir. Mikilvægt er að skólar setji sér raunhæf markmið, forgangsraði þeim og hafi í huga að ekki þarf að ná öllum markmiðum í einu - verkefnið heldur stöðugt áfram. Best er að setja sér fá og skýr markmið og gjarnan að einhverju leyti mælanleg. 

4. Eftirlit og endurmat. Stöðugt eftirlit og endurmat á að tryggja að settum markmiðum sé náð, þau viðurkennd og þeim fagnað og ný markmið sett. Þessi þáttur á einnig að tryggja stöðuga umhverfismenntun í skólanum.

5. Námsefnisgerð og verkefni. Flestir nemendur fá markvisst nám í samræmi við þemun t.d. orku, vatn og úrgang. Allur skólinn tekur mið af verkefninu t.d. með því að spara vatn, flokka úrgang og minnka rusl. Byggja skal á námsskrá eftir því sem við á og bæta viðeigandi þáttum inn í skólanámskrá í samræmi við umhverfisstefnu.

6. Að upplýsa og fá aðra með. Skóli með umhverfisstefnu hefur áhrif út á við, á sveitarstjórnir, fyrirtæki og samfélag í samræmi við Staðardagskrá 21. Skólarnir eru hvattir til að tengjast öðrum stofnunum til að læra af reynslu þeirra og sérþekkingu. Skólarnir eru einnig hvattir til að hafa samfélagið umhverfis í huga við gerð markmiða. Alls kyns opnar sýningar á verkum nemenda og kynningar í skólanum eða í fjölmiðlum upplýsa samfélagið um framgang verkefnisins. 

7. Umhverfissáttmáli. Skólanum er settur umhverfissáttmáli sem lýsir í stuttu máli heildarstefnu skólans í umhverfismálum og umhverfismennt og framtíðarsýn. Mikilvægt er að sáttmálinn sé unninn í samvinnu allra sem að skólanum standa og að hann sé vel kynntur innan skólans og utan.

 

Tekið af vef Landsverndar – landsvernd.is

Umhverfisáttmáli Háaleitsskóla

Við í Háaleitisskóla gerum okkur grein fyrir þeim framtíðarvanda sem áhrif mannsins á náttúruna getur haft í för með sér. Við í Háaleitisskóla viljum vera hluti af þeirri lausn sem til er um það hvernig bregðast má við þeim vanda. Við höfum sett okkur markmið í flokkunarmálum skólans, sparnaði á raforku og í því að fræða nemendur, foreldra og starfsmenn skólans um mikilvægi þess að vera skóli á grænni grein.

Markmið skólans

Skólinn hefur sett sér eftirfarandi markmið:

  • Við flokkum pappír, plast, almennt sorp og lífrænan úrgang (ekki tvisvar úrgang) eða
  • Hér í skólanum flokkum við pappír, plast, almennt sorp og lífrænan úrgang
  • Við slökkvum á ljósum og rafmagnstækjum sem ekki eru í notkun eða
  • Hér í skólanum slökkvum við á ljósum og rafmagnstækjum sem ekki eru í notkun

Prenta | Netfang

© Háaleitisskóli | Álftamýri 79 Sími: 5708100 | Hvassaleiti v/Stóragerði Sími: 5708800 | This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.