Skólanámskrá

uppstillingLög um grunnskóla kveða á um að hver grunnskóli gefi út skólanámskrá árlega. Skólanámskráin er áætlun um það hvernig skólinn ætlar að mæta skyldum sínum skv. lögum og aðalnámkrá grunnskóla. Kennarar og stjórnendur skólans móta það starf sem framundan er og er skólanámskráin afrakstur þeirrar vinnu. Skólanámskrá er endurskoðuð á hverju ári og þannig er lagður grunnur að skipulagi skólastarfsins. Í aðalnámskrá grunnskóla eru sett fram viðmið sem skólum ber að fara eftir, skólanámskráin er svo nánari útfærsla á þeim. Það er okkar markmið að skólanámskrá Háaleitisskóla gefi glögga mynd af skipulagi, markmiðum og stefnu skólans.

Vikulegur stundafjöldi nemenda er í samræmi við grunnskólalög:

  •  1.- 4. bekkur er 1200 mín á viku.
  •  5.- 7. bekkur er 1400 mín á viku.
  •  8.- 10. bekkur er 1480 mín á viku.

Stefna skólans er byggð á menntastefnu, sem birt er í aðalnámskrá grunnskóla 2011, en sú stefna er reist á sex grunnþáttum menntunar og einnig á stefnu og starfsáætlun skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Áhersla er lögð á að laða að, og halda í, metnaðarfullt starfsfólk sem vinnur að því að byggja upp jákvæða sjálfsmynd nemenda þar sem gagnkvæm virðing og góð samskipti eru höfð að leiðarljósi. Meira

kennsluáætlanir 

1. bekkur

2. bekkur

3. bekkur

4. bekkur

5. bekkur

6. bekkur

7. bekkur

8. bekkur

9. bekkur

10. bekkur

 Valgreinar  
       

 

 

 

 

Prenta | Netfang

© Háaleitisskóli | Álftamýri 79 Sími: 5708100 | Hvassaleiti v/Stóragerði Sími: 5708800 | This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.